Sundæfingar VEZ eru haldnar á Álftanesi á mánudögum og miðvikudögum í vor!
Sundæfingarnar eru hugsaðar sem viðbót við skriðsundsnámskeiðið góða, þar sem fólk fær tækifæri á því að þróa tækni sína og synda sundæfingu í góðum hópi. Við leggjum mikið upp úr því að það sé skemmtilegt á sundæfingum og búum til skemmtilega stemmingu á öllum æfingum.
Allar æfingar eru settar upp með sama hætti þótt mismunandi áherslur séu hverju sinni. Þá er gefið upp eitt aðalsett sem við komum með að leggja mesta áherslu á, en þjálfari setur einnig upp viðunandi upphitun og tækniæfingar sem koma til með að leggja grunn af aðalsettinu.
Sundæfingarnar eru haldnar á Álftanesinu í þeirri góðu sundlaug frá 13. janúar - 28. maí. Synt verður á mánudögum kl. 18:00-19:00 og á miðvikudögum frá 17:30-18:30.
Hægt er að kaupa áskrift sem gildir á allar æfingarnar en einnig er hægt að kaupa klippikort ef fólk vill koma á eina æfingu af og til. Það er góð lausn til að skerpa á tækninni inn á milli.
Verðskrá:
Mánaðaráskrift: 14.900.- á mánuði (binding út önnina).
20 skipta kort: 39.900.-
10 skipta kort: 22.900.-
*Aðgangur í sundlaugina á meðan tímar eru fylgir með áskrift og klippikortum.
**Klippikort gildir út maí 2025.
Skráning er hér: https://www.abler.io/shop/vez
Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar!
Bestu kveðjur,
Viktor Emil Sigtryggsson
S. 699-2950
Netfang: viktorskridsund@gmail.com
Skriðsundsnámskeið í Garðabænum vorið 2023.
Þjálfari sundhóps VEZ
Kristín æfði sund á Akureyri um margra ára skeið, í dag er hún að klára meistaranám við sjúkraþjálfun. Eins hefur Kristín þjálfað ýmsa hóptíma og leyst af sundkennslu í grunnskóla. Kristín kemur inn sem sterk viðbót við félagið núna haustið 2024.
Þjálfari og umsjónarmaður sundhóps VEZ
Viktor stofnaði VEZ árið 2019 og hefur haldið skriðsundsnámskeið víðsvegar um land síðan þá. Þjálfaði hann yngrihópa á Akureyri um 5 ára skeið ásamt að hafa starfað sem sundkennari við gunnskóla.