Ég æfði sund með Sundfélaginu Óðni frá átta ára aldri og allt til ársins 2021. Á þeim tíma þjálfaði ég sund fyrir félagið frá 2016 og byrjaði einnig að halda skriðsundsnámskeið árið 2019. Síðasta vetur sinnti ég einnig starfi íþrótta- og sundkennara í grunnskóla fyrir norðan.
Ég legg mikið upp úr því að það sé skemmtilegt að mæta í tíma til mín, þetta verður nefnilega að vera gaman til að ná árangri. Fólk hefur jafnvel verið að koma aftur og aftur á námskeið og talar það sínu máli.
Þótt miklu skiptir að námskeiðið eigi að vera skemmtilegt verður það einnig að vera gagnlegt. Ég hef náð miklum árangri í kennslu fullorðna einstaklinga á skriðsundi og fólk er almennt að ná haldbærum tökum skriðsundi í 4.-5. tíma.
Námskeiðið er 7 skipti þar sem ég fer ýtarlega yfir skriðsundið alveg frá grunni. Þar förum við yfir takið sjálft, fótatök, legu í vatni, öndun og í raun allt sem við kemur skriðsundi.
Ég legg mikið upp úr því að kenna tæknina frá ýtrasta grunni til að byrja með og úr því að ég geri það nær fólk almennt mjög góðum árangri í skriðsundi á skömmum tíma. Skipulag námskeiðsins er sett upp með mismundandi grunngetu og þekkingu einstaklinga til hliðsjónar sem gerir það að verkum að allir hafi jafnt tækifæri til kennslu.
Það skiptir mig miklu máli að allir nái góðum tökum á skriðsundinu og það er sameiginlegt markmið okkar út námskeiðið að gera það að veruleika.
Tímarnir sjálfir eru klukkutími að lengd þar sem við förum yfir skriðsundið í 45 mínútur en gefum okkur síðan alltaf seinasta korterið í önnur sund t.d. bringusund eða baksund.
"Virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Alltaf gaman að mæta og stemningin góð. Kom á óvart hvað hægt er að læra mikið á stuttum tíma! Mæli heilshugar með!"
"Frábært námskeið og skemmtilegt. Viktor var mjög duglegur að segja hverjum og einum til. Mæli með þessu námskeiði"
"Einn sá skemmtilegasti þjálfari sem ég hef haft úr hinum ýmsum íþróttum. Jákvæður, glaður og útskýrir extra vel."
"Frábær skriðsundskennari, hress og kátur og leggur sig fram um að nemendur nái árangri."
"Frábært námskeið með frábærum kennara ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️"
"Þetta námskeið hjá honum Viktori er alveg meiriháttar skemmtilegt … og gagnlegt! Mæli hiklaust með því 😀"
VEZ ehf. - Kt. 470224-2580 - S. 699-2950